
Árásin átti sér stað í ÚlfarsárdalEkki liggur fyrir hversu alvarlega fórnarlambið var slasað
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Einn er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í Úlfarsárdal í dag, en tilkynnt var um árásina um þrjúleytið en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Um var að ræða átök manna utandyra í hverfinu, en málsatvik eru um margt óljós á þessu stig, meðal annars um áverka brotaþola.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment