
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um menn með ógnandi tilburði við bar í miðborginni. Annar þeirra fór eftir að lögregla vísaði honum í burtu en hinn byrjaði að æsa sig meira við afskiptum lögreglu og var hann því handtekinn. Hann streittist mikið á móti lögreglumönnum og fékk að gista í klefa fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Þá var erlendur aðili handtekinn fyrir of langa dvöl á landinu. Hann var ekki með vegabréf á sér, neitaði að gefa upp hvar það væri eða hvar dvalarstaður hans væri. Hann með sölueiningar af meintum fíkniefnum í nærbuxum og sokkum ásamt peningum. Hann var í kjölfarið vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um mann sem óð út á götu og veittist að bifreið í umferðinni með höggum og spörkum þar sem farþegum bifreiðarinnar var mjög brugðið. Maðurinn fannst nærri vettvangi og var handtekinn. Hann mjög vímaður og ölvaður þegar reynt var að ræða við hann á lögreglustöð þar sem hann var ógnandi með óbeinar hótanir og kallaði lögreglumenn ýmist aumingja, „fagga“, tíkur o.fl. Hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal almennings og því vistaður í klefa.
Lögreglan fékk tilkynningu um nytjastuld á bifreið. Bíllinn fannst seinna um kvöldið með aðila sem sat í bifreiðinni. Búið var að setja önnur skráningarmerki á bifreiðina en áttu að vera. Aðilinn játaði þjófnaðinn á bæði bifreiðinni og skráningarnúmerunum. Hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Komment