1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

7
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

8
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Illugi segir frá sinnuleysi gagnvart málstað Palestínu

„Palestínueitthvað. Oj“

20250329_141622
Frá mótmælagöngunni í gærTalsverður fjöldi mætti í mótmælagönguna í gær.
Mynd: Björgvin Gunnarsson

Illugi Jökulsson segir frá ungri konu sem var að skemmta sér með vinkonum sínum í miðborg Reykjavíkur í gær, þegar stuðningsmenn Palestínu gengu fylktu liði niður Laugaveginn í mótmælagöngu gærdagsins.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi er þekktur fyrir margt, meðal annars fyrir örsögur sínar sem hann birtir á Facebook en fyrir síðustu jól gaf hann út bók með safni slíkra örsagna. Í gær sagði Illugi frá nokkru sem hann tók eftir þar sem hann gekk niður Laugaveginn til stuðnings Palestínu ásamt fjölda manns.

20250329_145408
Frá mótmælunum í gær.Palestínumaður hélt magnþrungna ræðu.
Mynd: Björgvin Gunnarsson

„Ég segi ekki að hún hafi oltið út af vínstofunni við Laugaveginn áðan, nei, það væri ofmælt, en hún þurfti samt að taka eitt aukaskref til að halda jafnvæginu þegar hún lenti á gangstéttinni.“ Þannig hefst frásögn Illuga. Segir hann mögulegu áfengismagni í blóði hennar um að kenna jafnvægisleysinu, í bland við háhæluðu spariskónna:

„Sjálfsagt voru það ekkert síður mjög háhælaðir gljáfægðir spariskórnir sem ollu jafnvægisleysinu heldur en mögulegt áfengismagn í æðum hennar. En hún hafði samt verið að fagna einhverju með vinkonum sínum tveim, þetta voru ungar konur drellifínar og hárgreiddar til höfuðsins, og kátar og glaðar í bragði.“

Illugi kemur sér að lokum að meginefni frásagnar sinnar en það er fásinna fjölmargra gagnvart raunum Palestínumanna sem upplifa nú þjóðamorð sem sýnt er í beinni útsendingu á samfélagsmiðlunum.

„Þegar sú háhælaða hafði náð að rétta sig af tók hún að píra mjög augun því allt í einu veitti hún því athygli að eftir Laugaveginum fór kröfuganga fólks með trommur, fána og gjallarhorn. Þetta var fólk alvarlegt í bragði og hrópaði slagorð til fjarlægs hers í öðru landi að hætta að drepa börn. „Hverju er verið að mótmæla?“ spurði sú á háhæluðu skónum vinkonur sínar en svo bar hún kennsl á fánana. „Ó,“ sagði hún stundarhátt, „Palestínueitthvað. Oj“.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sarah sjúkrahús
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi rannsaka hjúkrunarfræðing vegna kláms

Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli