1
Landið

Leigubílstjóri á Teslu ók yfir á í Þórsmörk

2
Fólk

Bassi Maraj ákærður fyrir að bíta og berja leigubílstjóra

3
Innlent

Hjalti Snær fannst látinn eftir tveggja mánaða leit

4
Innlent

Siggi hakkari birtir meintar leyniupptökur af samtali sínu við Grím Grímsson

5
Pólitík

Þingkonan þreytuleg í ræðustól

6
Minning

Haraldur Jóhannsson er fallinn frá

7
Innlent

Úlfar tekinn á teppið

8
Innlent

Kynlífsleikfang blasti við Teiti í morgungöngu

9
Innlent

Ber kona öskraði við grunnskóla

10
Innlent

Grímur játar hvorki né neitar ásökunum Sigga hakkara

Til baka

Heimildarmynd um Julian Assange frumsýnd á Cannes

„Við erum að stefna fram af hengiflugi ómennsku“

Kristinn Hrafnsson og Julian Assange
Cannes í gær.Kristinn með vinum sínum, Assange-hjónunum.
Mynd: AFP

Kristinn Hrafnsson gekk á rauða dreglinum á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær, í fylgd vinar síns og samstarfsmanns, Julian Assange og eiginkonu hans, Stellu. Tilefnið var frumsýning heimildarmyndarinnar Six Dollar Man sem fjallar um 15 ára baráttu Julian Assange og Wikileaks við yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Kristinn skrifaði færslu um gærkvöldið og segir það sjaldgæft að heimildarmynd sé boðið á Cannes.

„Rauði dregillinn í Cannes er frægur fyrir að vera undirlag fólks sem hrærist í sýndarheimi sögugerðar í hreyfimyndum, þar sem oftar en ekki
er ýtt undir glamúr og glans, form fremur en innihald. Það er sjaldan sem heimildarmyndum er boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes að slást í hóp
skáldaðra afurða á hvíta tjaldinu. Á rauða dreglinum eru karlmenn skikkaðir til að mæta í formlegum búningi en konurnar fá flesta
ljósblossa frá myndatökumönnunum og oftar en ekki er meira flass, því efnisminni sem umbúnaðurinn er.“

Segir Kristinn það hafa verið súraelískt að ganga á rauða dreglinum í gærkvöldi:

„Það var súrealískt að ganga þennan rauða dregi í gærkvöld við frumsýningu á heimildarmyndinni Six Billion Dollar Man eftir leikstjórann Eugene Jarecki en hún reynir að fanga 15 ára slag Julian
Assange og WikiLeaks gegn ægivaldi afla sem reyndu allt til að kæfa sannleikann og slátra sendiboðanum. Það tóks ekki, vegna þess að spyrnt var við fótum, milljónir manna stigu upp til stuðnings manninum sem var látinn rotna frelsissviptur í á annan áratug.“

Þá segir Kristinn frá því að Julian hafi í myndatöku í fyrradag ákveðið að minnast drepinna ungbarna á Gaza með því að klæðast bol með nöfnum þúsunda barna sem Ísraelsher hefur drepið. Þá hafi eiginkona Julians, Stella, mætt á rauða dregilinn í kjól frá Vivienne Westwood heitinni með einföld en skýr skilaboð fasta á kjólnum.

Julian og Stella Assange
Julian og Stella Assange.Stella hengdi sterk skilaboð á kjólinn.
Mynd: Facebook

„Mitt í fögnuðinum yfir frelsi Julians og þessari frumsýningu varð þó að minnast þess að óréttlætið í heiminum hefur ekkert minnkað, þvert á móti erum við að stefna framaf hengiflugi ómennsku, grimmdar og siðrofs. Í fyrradag mætti Julian í myndatöku í bol með nöfnum þúsunda barna undir fimm ára sem Ísraelsmenn hafa slátrað á Gaza á einu og hálfu ári og áletruninni „Stop Israel“. Í gærkvöld mætti Stella vinkona mín,
eiginkona Julians ,á rauða dregilinn í kjól frá Vivienne Westwood sem studdi Julian allt fram í andlátið en í anda pönkdrottningarinnar var
áfest á kjólinn mynd af henni og skilaboð hennar til heimsins „Stop killing“.“

Kristinn segir næst frá því að heimildarmyndinni hafi verið vel tekið á kvikmyndahátíðinni og að hann hafi verið hissa á góðum dómi Guardian sem dagblaðið beri stóran hluta ábyrgðarinnar á því hvernig farið var með Julian.

„Heimildarmyndin sjálf reynir að skila stórri sögu sem er vitaskuld ekki auðvellt enda ekki smásaga heldur margar þykkar bækur. Henni var tekið
vel á frumsýningunni og nú þegar hafa birtst jákvæðir dómar. Áhugavert fannst mér að Guardian gaf henni 4 stjörnur af 5 svona í ljósi þess að dagblaðið og sérstaklega fyrrverandi rannsóknarritstjóri þess, bera drjúgan hlut af ábyrgðinni á ömurlegum köflum í örlagasögu Julians og WL og um það er fjallað í myndinni.“

Að endingu segir Kristinn að stigmögnun sé í gangi í „stríðinu gegn sannleikanum“ og það sé okkar að stöðva þá vitfirrinu sem í gangi er.

„En stríðið gegn sannleikanum er í stigmögnun og stríðið gegn þunnu lagi siðmenningarinnar heldur áfram með ógeðslegum drápum. 38 myrtir á Gaza í morgun. Tveir ísraelskir diplómatar myrtir í Bandaríkjnum í gærkvöld. Það er okkar mál að stöðva þessa vitfirringu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan
Innlent

Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífaárásarinnar í Úlfarsárdal

parisarhjol2
Innlent

Borgaryfirvöld vilja Parísarhjólið aftur upp

Hvaleyrarvatn4
Innlent

Fjórtán ára piltur handtekinn eftir hnífaárás við Hvaleyrarvatn

leikskólabörn
Innlent

Borgin stefnir á tvö þúsund ný leikskólapláss

|
Innlent

Einn látinn eftir brunann í Hjarðarhaga

||
Minning

Framarar syrgja glaðlyndan félaga

Ráðhúsið í Reykjavík
Innlent

Vill að fáni Palestínu fái að blakta við ráðhúsið

aslaugarna
Myndband
Pólitík

Þingkonan þreytuleg í ræðustól

Loka auglýsingu