
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á að gæsluvarðhald verði framlengt yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur sinni að bana á hóteli í miðborginni á laugardaginn var.
Hefur hún setið í gæsluvarðhaldi síðan þá, en hún var flutt á Landspítalann með alvarlega áverka eftir hníf og hafa lögreglumenn gætt hennar.
Hefur lögregla lagt hald á hníf við rannsókn málsins, en lögregla vill ekkert frekar gefa upp um rannsókn málsins sem er á afar viðkvæmu stigi.
Íslenska lögreglan nýtur fulltingis lögregluyfirvalda í Frakklandi sem og á Írlandi, við rannsókn málsins.
Franska fjölskyldan var búsett í höfuðborg Írlands, Dublin og hefur hún ekki komið áður við sögu lögreglu í neinu þessara þriggja landa áður, Íslandi, Frakklandi og Írlandi.
Komment