
Hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem birti TikTok-herferð gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar án þess að tilgreina að hún starfaði fyrir samtökin, hefur brugðist við gagnrýni á ógagnsæið.
Birta Karen Tryggvadóttir hafði verið gagnrýnd fyrir að myndbönd hennar á aðganginum Ekkert slor á TikTok hafi verið birt án þess að tilgrein að um efni frá hagsmunaaðila væri að ræða.
Í nýju myndbandi sem sett er upp í formi spurningaleiks tilgreinir Birta sérstaklega hagsmunina með því að hvísla: „Og ef þið voruð að velta því fyrir ykkur, þá heiti ég Birta og er hagfræðingur hjá SFS.“
Birta er virk innan Sjálfstæðisflokksins og hefur bæði setið í stjórn Heimdallar og í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og situr í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins.
Hún er nú orðin ein af mest áberandi málsvörum SFS á eftir Heiðrunu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, og skrifaði meðal annars grein um hóflegan hagnað sjávarútvegs á vef samtakanna í vikunni.
Hér má sjá nýjasta myndbandið frá SFS.
Hér má sjá gagnrýni á ógagnsæi í fyrri myndböndum Birtu hagfræðings, sem hagfræðingurinn Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir færði fram á TikTok.
@gunnhildurfrida Myndbandið var upphaflega birt á @Ekkert slor 🐟 ♬ original sound - Gunnhildur
Komment