1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

10
Peningar

Tekjur Carlsberg rjúka upp

Til baka

Gunnar Smári brýtur eigin reglur

Reglur sem framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands samþykkti virðist ekki vera framfylgt

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks ÍslandsFer ekki eftir nýjum reglum
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Í Facebook hópi Sósíalistaflokks Íslands í gær tilkynnti Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og formaður framkvæmdastjórnar flokksins, að hömlur yrðu settar á tjáningu fólks í hópnum. Sagði hann að fólk gæti aðeins búið til einn nýjan þráð á sólarhring og þá þurftu að líða meira en 60 mínútur milli þess að fólk ritaði nýja athugasemd við færslu.

Sagði ritstjórinn að framkvæmdastjórn flokksins hafi tekið þessa ákvörðun og hún ætti við um alla í hópnum.

„Það var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar fyrir nokkrum vikum að hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti. Admin mun því setja þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag og eitt koment á hverri klukkustund. Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum. Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt.“
Gunnar Smári Egilsson

Það virðist þó ekki hafa gengið eftir en aðeins liðu sjö klukkustundir þar til Gunnar Smári hafði stofnað nýjan þráð í hópnum. Í þeim þræði gagnrýndi Gunnar Smári fréttaflutning RÚV af þeim hömlum sem settar höfðu verið á spjallhópinn. Þar á undan hafði hann brotið reglurnar með því að skrifa athugasemdir með minna en klukkutíma fresti.

Gunnar er einn af ritstjórum spjallhópsins og þá vekur athygli að nafni hópsins hefur verið breytt úr Rauði þráðurinn – Sósíalistaflokkur Íslands í Rauði þráðurinn.

Tekið skal fram að fleiri en Gunnar hafa brotið nýjar reglur hópsins.

Framkvæmdastjórn flokksins skipa: Gunnar Smári Egilsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Kári Jónsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Luciano Dutra, Margrét Pétursdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Sæþór Benjamin Randalsson.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður