
Fjórtán umsækjendur eru um embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga hjá innviðaráðuneytinu sem auglýst var til umsóknar í byrjun apríl en greint er frá þessu í tilkynningu stjórnarráðinu. Fimmtán einstaklingar sendu umsókn en einn dró umsókn sína til baka.
Hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til innviðaráðherra, sem skipar í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra eru í stafrófsröð:
Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri
Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur MBA
Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur Kópavogsbæjar
Ásta Huld Hreinsdóttir, skrifstofustjóri í Heilsugæslunni Efra Breiðholti
Ásta Jónasdóttir, deildarstjóri
Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður
Bryndís Matthíasdóttir, skrifstofustjóri
Jóhann Kristjánsson, fjármála- og mannauðsstjóri
Jón Óskar Pjetursson, sérfræðingur
Ólöf Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri - staðgengill skrifstofustjóra
Reynir Jónsson, sérfræðingur
Sigríður K Kristbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi og verkefnastjóri
Sigurborg Kristín Stefánsdóttir, sett skrifstofustjóri
Sigurður Möller, forstöðumaður fjármáladeildar Vegagerðarinnar
Komment