1
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

2
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

3
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

4
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

5
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

6
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

7
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

8
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

9
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

10
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Til baka

Furðar sig á fánabanni lögreglunnar í Berlín

„Mikið virðingarleysi við þessa mannfórn gamla sovétsins, óháð því hvað mönnum finnst um það dána batterí og arftaka þess.“

shutterstock_2431662435
Sovíeski fáninnBannað er að veifa þessum fána í Berlín.
Mynd: Shutterstock

Kristinn Hrafnsson furðar sig á nýju fánabanni lögreglunnar í Berlín.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifar Facebook-færslu þar sem hann segir frá nýju fánabanni lögreglunnar í Berlín en þar í borg verður bannað að veifa fána Sovíetríkjanna sálugu, nú þegar fagna á 80 ára afmæli sigurs á nasistum. Bendir Kristinn á þann gríðarlega fjölda sovíeskra hermann sem féllu í Seinni heimstyrjöldinni og furðar sig á virðingarleysi lögreglunnar.

„Minnst er loka heimstyrjaldarinnar í Evrópu nú um stundir. Lögreglan í Berlín ákvað að það væri bannað og refsivert að halda á lofti gamla sovéska fánanum í tilefni þessara tímamóta. Í þessu stríði féllu 9-10 milljónir sovéskir hermenn. Yfir 400 þúsund bandarískir hermenn féllu.

Mér finnst þetta bann vægast sagt einkennilegt og mikið virðingarleysi við þessa mannfórn gamla sovétsins, óháð því hvað mönnum finnst um það dána batterí og arftaka þess.“

Að lokum bendir hann á hræsnina við bann Berlínarlögreglunnar og setur það í samhengi við hræsni Reykjavíkurborgar:

„Auk þess eiga stjórnvöld að fara varlega í að banna tjáningu með því að veifa fánum. Fyrir utan prinsippið endar þetta alltaf í hræsni og óheiðarleika. Ekkert bannar Berlínarbúum að flagga þjóðfána þjóðarmorðingjana í Ísrael. Nærtækt hræsnisdæmi eru blaktandi fánar Úkraínu við Ráðhús Reykjavíkur en engin flöggun er fyrir Palestínu sem er þolandi í þjóðarmorði.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Anton Rafn Ásmundsson
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

Hundur í bíl
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

Google12-1740481060128
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

250518_0300_012
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Skip siglir á Brooklyn-brúnna
Myndband
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Gaza
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

loggan-696x385
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

Loka auglýsingu