1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

5
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

9
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

10
Peningar

Tekjur Carlsberg rjúka upp

Til baka

Frægasti rappari Þýskalands tekur upp tónlistarmyndband við Stuðlagil

Kontra K er væntanlegur til landsins á næstu dögum

Kontra K
Kontra KRapparinn tekur brátt upp þriðja myndbandið sitt á Íslandi

Einn frægasti rappari Þýskalands, Kontra K, er væntanlegur austur á Fljótsdalshérað á allra næstu dögum. Ástæðan er sú að hann ætlar sér að taka upp myndband við nýtt lag í nágrenni Stuðlagils og hugsanlega fleiri staði. Austurfrétt segir frá málinu.

Árið 2010 gaf Kontra K út sína fyrstu plötu, Dobermann en hefur hann nú gefið út 12 plötur en átta síðustu plöturnar hafa allar farið á topp þýska listans. Aukreitis hefur hann átt bæði lög og plötur í efstu sætum vinsældarlista í Sviss og í Austurríki.

Nýjasta plata hans kom út árið 2023 og heitir Die Hoffnung klaut mir Niemand (Enginn stelur af mér voninni). Sat hún í þrjár vikur í topp 10 og var alls í 59 vikur á topp 100 listanum í Þýskalandi. Þá hafa tvær smáskífur af plötunni komist í efsta sæti þýska listans. Önnur þeirra, lagið Summertime, gerði hann með bandarísku stórstjörnunni Lönu del Rey en lagið var alls á þýska listanum í 42 vikur.

Kontra K hefur áður tekið upp myndband hér á landi en hann hefur bæði tekið upp myndbönd við Vestrahorn og við eldgosið á Reykjanesi en það myndband er með tæpar 9 milljónir spilana á YouTube.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður