
Flestir þeirra sem greinast með berkla á Íslandi og hafa íslenskt ríkisfang eru taldir hafa smitast innanlands. Þá er fremur sjaldgæft að íslenskir ríkisborgarar smitist af berklum erlendis, þó dæmi séu um slíkt.
Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis við fyrirspurn RÚV um berklasýkingar hér á landi. Á undanförnum árum hafa nokkur tilfelli komið upp þar sem ekki hefur tekist að rekja smitið til ákveðins uppruna hér á landi.
Nýleg tilfelli tengjast stórri skimun sem fór fram vegna þekkts smits. Í þeirri skimun komu aðallega í ljós svokallaðir duldir berklar, auk tveggja virkra smita. Duldum berklum fylgja engin einkenni og engin smithætta, en samt sem áður er þörf á meðferð. Guðrún segir að eitt smit greinist að meðaltali á mánuð á Íslandi en í fyrra voru smitin átta.
Í kjölfar smits sem greindist hjá skjólstæðingum gistiskýla í Reykjavík í fyrra var sérstakt berklateymi stofnað. Að sögn Kristínar Davíðsdóttur, hjúkrunarfræðings hjá berklateyminu og skaðaminnkunarúrræðinu Ylju, er um að ræða flókið verkefni þar sem skima þarf um 200 einstaklinga.
Komment