
Atriði Flataskóla í hinni árlegu og alþjóðlegu Schoolovision-söngvakeppni, varð í áttunda sæti í ár. Tyrkland vann keppnina.
Schoolovision er árlegt eTwinning-verkefni sem sameinar grunnskólanemendur frá Evrópu og víðar í eigin útgáfu af Eurovision. Verkefnið var stofnað árið 2009 af Michael Purves, kennara við Yester Primary School í Skotlandi, og hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá.
Í ár kepptu 22 atriði víðsvegar frá Evrópu en eitt atriði var frá Úsbekistan.
Markmið keppninnar er meðal annars það að nemendur læri um menningu og tungumál annarra landa, efla sköpunargáfu og samvinnu nemenda og styrkir sjálfstraust þeirra. Þá læra nemendur einnig að nota tæknibúnað sem og hugbúnað við gerð myndbanda.
Í ár sigraði skóli frá Tyrklandi en atriðið hlaut 187 stig alls en í öðru sæti var Úsbekistan með 169 stig. Í því þriðja var svo Austurríki með 137 stig. Ísland lenti í áttunda sæti með 68 stig en það voru drengir úr 5. bekk Flataskóla í Garðabæ sem kepptu í ár en þeir fluttu lagið Róa með VÆB-bræðrum.
Hér má svo sjá hvernig stigagjöfin var:

Komment