
Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.Þolandinn var fluttur á sjúkrahús með sár á hendi
Mynd: Svanur Már Snorrason
Fram kemur hjá lögreglu að ungur maður sé grunaður um að hafa ráðast á annan mann - bæði með spörkum og höggum; honum hafi einnig verið ógnað með hníf.
Hinn grunaði árásarmaður er fjórtán ára gamall og telst því ósakhæfur.
Var greint frá því í frétt Vísis að hinn ungi grunaði árásarmaður hafi tekið hinn manninn niður; kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni.
Pilturinn er varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild með áverka á hendi.
Kemur fram að lögreglan hafi haft upp á hinum grunaða og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til.
Enn er óljóst hvað gerðist nákvæmlega á milli piltanna tveggja, en nokkuð ljóst að þeim lenti saman; er málið núna í fullri rannsókn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment