1
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

2
Menning

Ísrael fékk flest atkvæði almennings í Eurovision

3
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

4
Menning

Blótar og biður leikara að standast Trump

5
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

6
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

7
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

8
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

9
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

10
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Til baka

Fjórir búðarþjófar réðust á afgreiðslumann

Drukkinn ökufantur velti bíl

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir
Lögreglan að störfum69 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Alls voru 69 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun en þrír gista fangageymslu hennar eftir nóttina. Hér koma nokkur dæmi um þau verkefni sem lögreglan annaðist.

Lögreglan sem annast verkefni í Vesturbæ Reykjavíkur, miðborginni, Hlíðunum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi, stöðvaði ökumann sem hafði vanrækt merkjagjöf og stundað svigakstur á tveimur eða fleirum akreinum. Málið var leyst með sekt á vettvangi.

Tilkynning barst um fjóra búðarþjófa sem réðust á starfsmann matvöruverslunar sem reyndi að stoppa þá. Ódámarnir voru horfnir af vettvangi þegar lögregluna bar að.

Þá komu erlendir aðilar á lögreglustöðina við Hlemm og tilkynntu vasaþjófnað í miðbæ Reykjavíkur.

Tveggja bíla árekstur varð þar sem fimm aðilar voru í bílunum. Lögreglan fór á vettvang en eitthvað eignartjón varð á bifreiðunum og aðilar lítillega slasaðir.

Lögreglan sem annast útköll í Hafnarfirði, í Garðabæ og á Álftanesi, stöðvaði ökumann fyrir að vera með filmur í fremri hliðarrúðum. Var bifreiðin boðuð í skoðun og ökumaðurinn sektaður.

Sömu lögreglu barst tilkynning um bílveltu. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni en hann var handtekinn, grunaður um ölvunarakstur. Farið var með hann á bráðamóttökuna til skoðunar en eftir það var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglunni sem starfar í Kópavoginum og í Breiðholtinu, um húsbrot og líkamsárás í heimahúsi. Þegar lögreglu bar að garði til að rannsaka málið, var árásaraðilinn farinn af vettvangi.

Þá barst sömu lögreglu tilkynning um Gúmmí-Tarsan sem var að spóla í hringi á bifreiðaplani fyrir utan verslun. Var bifreiðin farin þegar lögreglan mætti á vettvang.

Sama lögreglan handtók aðila eftir að tilkynning barst um líkamsárás í heimahúsi. Var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Kráarslagsmál í rannsókn hjá lögreglunni

Anton Rafn Ásmundsson
Minning

Safnað fyrir dóttur bráðkvadds föður

Hundur í bíl
Innlent

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

Google12-1740481060128
Menning

Fjölskyldudeila Adidas og Puma verður gerð að sjónvarpsþáttaröð

250518_0300_012
Innlent

Hitinn gæti náð 23 gráðum í Reykjavík í dag

Skip siglir á Brooklyn-brúnna
Myndband
Heimur

Tveir létust þegar mexíkóskt sjóliðaskip rakst á Brooklyn-brúna

Gaza
Heimur

101 manns drepin á Gaza á meðan Evrópa fagnaði Eurovision

loggan-696x385
Innlent

Sótölvaður maður sló ungmenni

Loka auglýsingu