1
Heimur

„Ég er að nálgast endalokin“

2
Innlent

Friðrik sakaður um að áreita starfsfólk

3
Innlent

Segir Ísland vera „ólígarkaland“

4
Heimur

Mæðginum rænt á vinsælum áfangastað Íslendinga

5
Minning

Birgir Guðjónsson er fallinn frá

6
Heimur

Faðir Virginia Giuffre trúir ekki að hún hafi framið sjálfsvíg

7
Heimur

Palestínsk stjórnvöld bjóða Ísraelum aðstoð vegna skógarelda

8
Heimur

Súr Musk íhugar að stíga til hliðar

9
Menning

Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

10
Innlent

Byssumaður handtekinn á Hverfisgötu

Til baka

Ígildi fimm tappa úr plasti í heilanum

Vísindamenn finna meira örplast með hverju árinu í líkama fólks.

Plasttappi plast plastflaska
PlasttapparMest örplastmengun í líkamanum var frá plasti frá sjöunda áratugnum.
Mynd: Shutterstock

Örplastmengun í líkamanum mælist vaxandi með hverju ári í rannsóknum. Í nýlegri rannsókn við Háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum kom fram að plastagnir í heila fólks hefðu aukist að magni um 50% fra´árinu 2016 til 2024.

Rannsóknin hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess sem hún segir um ástandið í dag og svo hvernig það er líklegt til að þróast. Samkvæmt rannsókninni mælist magn örplasts í heila meðalmanneskju jafngildi fimm tappa af flöskum. Það sem vekur ugg er að smáa örplastið sem komið er í heila fólks er úr plasti sem barst út í umhverfið á sjöunda áratugnum.

„Þetta efni er að vaxa í heiminum okkar í veldisvexti,“ segir eiturefnafræðingurinn Matthew Campen, sem stýrir rannsókninni, í samtali við New York Times.

Aðrar rannsóknir hafa sömuleiðis vakið ugg. Sýnt hefur verið fram á að heili fólks, sem glímdi við elliglöp, innihélt mun meira magn af plasti en heili annarra. Aðrar rannsóknir síðasta árið hafa sýnt að örplast finnst í eistum, fósturbelg, blóði, sæði, brjóstamjólk og jafnvel í fyrstu hægðum ungbarna.

Áhersla vísindamanna nú er að átta sig á hvaða magn af plasti sé skaðlegt, þar sem það sé almennt magnið, eða skammtastærðin, sem býr til eituráhrif.

Ein ástæða þess að meira greinist af plasti nú en áður er að ný tækni greinir agnir niður í 200 nanómetra að stærð, eða sem nemur 400 sinnum minni en breidd hárs. Áður greindust aðeins agnir sem náðu 25 sinnum minni breidd en hár.

Plastframleiðsla hefur tvöfaldast á hverjum 10 til 15 árum. Þær agnir sem finnast í líkamanum núna er að mestu leyti sama tegund plasts og var framleitt á sjöunda áratugnum. Margt bendir til þess að líkaminn nái að losa sig við stærri plastagnirnar, en að örplastið, sem tekur langan tíma að brotna niður í þessa smæð, safnist fyrir í líkamanum með óþekktum afleiðingum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Áslaug Arna þingmaður
Pólitík

Áslaug Arna fer í níu mánaða leyfi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Innlent

Segir ríkisstjórn Íslands „styðja og greiða fyrir þjóðarmorð“

þjóðskrá íslands
Innlent

Þúsundir með ótilgreinda búsetu í þjóðskrá

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Innlent

Þóra Kristín hæðist að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins

El Salobre
Heimur

Mæðginum rænt á vinsælum áfangastað Íslendinga

Vitaly Hura
Heimur

Leppstjóri Rússa í Úkraínu situr í gæsluvarðhaldi eftir vafasamt myndband

Keflavíkurflugvöllur
Innlent

Friðrik sakaður um að áreita starfsfólk

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Að afboða gesti - Að vera þingmaður 3. kafli