1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

3
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

4
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Falsfrétt um Sigmund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson _in_Denmark_2023
Mynd: Wikimedia Commons / Christian Bjørnskov

Margir hafa lýst áhyggjum af heilsufari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í gegnum árin, ekki síst eftir að hann hóf að vara landsmenn við sýklinum toxoplasma í evrópskum matvælum, en át síðan hrátt nautahakk beint úr bakka í vegkanti í kosningabaráttunni 2021, af því að það var íslenskt og hann er þjóðrækinn.

Morgunblaðið ákvað að nýta sér áhugann á heilsufari formannsins um helgina. Frétt blaðsins á vefnum varð sú mest lesna í vikunni. Hún hafði fyrirsögnina „Sigmundur Davíð smitaður af e-coli?“

Falsfrétt Sigmundur Davíð

Sigmundur bar hins vegar engin einkenni e-coli-sýkingar og enginn grunur var um að hann væri með sýkinguna. Þar af leiðandi var sannleiksgildi fyrirsagnar vinsælustu fréttar mbl.is í vikunni ekki neitt, þótt segja megi rökfræðilega að spurning sé aldrei formlega ósönn.

Fréttin var byggð á innslagi í þátt Stefáns Einars Stefánssonar, þáttarstjórnanda í Spursmálum og eins af „bestu vörumerkjum ársins“ 2024. Þar er farið yfir samfélagsmiðlafærslur vikunnar og ein umfjöllunin fjallaði um að Sigmundur hefði fengið sér „beef tartare“, sem er þekktur franskur forréttur.

„Von­andi er hann ekki sárþjáður af E.coli bakt­eríu­sýk­ingu,“ sagði í umfjölluninni. „Það er mik­il­vægt að gegn­steikja mat­væli úr naut­grip­um. Talað um við 71° „at le­ast“. Það þarf nú ein­hver að fara kenna þess­um gæja á elda­vél - hann er orðinn fimm­tug­ur sko,“ segir í umfjölluninni.

Þannig varð falsfrétt að mest lesnu frétt Morgunblaðsins þessa vikuna með heimagerðri smellibeitu frá grunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar

bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Þingholtin Reykjavík
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán