
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig án ökuréttinda.
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og nokkrir í viðbót sektaðir fyrir minni háttar umferðarlagabrot.
Tilkynnt var um eld á iðnaðarsvæði. Þar hafði kviknað í gömlum batteríum og varð mjög lítið tjón þar sem eldurinn kviknaði utandyra. Slökkvilið var kallað á staðinn sem slökkti eldinn fljótt.
Tilkynnt var um tvo menn sem voru að reyna brjótast inn í hraðbanka. Mennirnir höfðu ekki erindi sem erfiði en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við verknaðinn. Báðir mennirnir voru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og var því handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Komment