
Einar Tudorel-Nicu Ragnarsson hefur verið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir ræktun á kannabisplöntum og er sá dómur skilorðsbundinn til tveggja ára. Málið var tekið fyrir í Hérðadómi Reykjavíkur.
I dómnum er sagt frá því að í geymslu Einars hafi fundist 58 kannabisplöntur og tæp 9 grömm af kannabislaufum. Krafist var upptöku á ljósastýringu, viftu, stafrænum mæli, TP-link sviss, tölvuskjá, Apple TV, rakatæki, LED ljósi og þráðlausum tengipunkti auk allra kannabisefna- og platna. Samkvæmt lögreglu voru öll þessi tæki notuð við ræktunina.
Einar játaði brot sitt en hann hefur áður undirgengist sjö lögreglustjórasáttir vegna auðgunar- og umferðarlagabrota.
Auk 60 daga dómsins var hann einnig dæmdur til að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar, 300.000 krónur, og 189.827 krónur í annan sakarkostnað.
Komment