
Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn 15 stúlkum sem allar eru undir lögaldri en hann hafði áður verið var dæmdur í sjö ára fangelsi í Hæstarétti í desember fyrir kynferðisbrot gegn fjölda stúlkna.
Brynjar hafði samskipti við stelpurnar í gegnum samfélagsmiðla. Þar átti hann í kynferðislegum samskiptum við stúlkurnar og sendi mörgum þeirra myndir af sínum eigin kynfærum og sjálfsfróunarmyndbönd. Hann bað einnig um að þær myndu senda honum kynferðislegar myndir á móti, og fékk slíkar myndir frá einhverjum þeirra gegn því að bjóða áfengi, rafrettur eða kynlífshjálpartæki í skiptum.
Til viðbótar við fangelsisvist er honum gert að greiða stúlkunum samanlagt 17,6 milljónir í miskabætur. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur og ásetningur hans til brotanna hafi verið einbeittur.
Komment