
Nærri tvö þúsund ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar, verða til á næstu fimm árum samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag en greint er frá þessu í tilkynningu frá borginni.
Í henn er sagt frá að meirihlutinn í Reykjavík leggi til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss.
„Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Í þriðja hluta eru lagðar fram almennar tillögur meðal annars um stofnstyrki, betri nýtingu skóla- og frístundahúsnæðis í þágu leikskóla sem standa í framkvæmdum og hugmyndir um samstarf við íþróttafélög um stofnun hreystileikskóla. Þá er vikið að áformum skóla- og frístundasviðs um mikilvægar breytingar á reglum um leikskólastarf sem meðal annars er ætlað að bæta stöðu mönnunar og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar. Loks er í fjórða hluta veitt yfirsýn yfir öll þau verkefni sem eru á döfinni og munu fjölga plássum á næstu fimm árum, þar með talin þau verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar eins og sýnt er í skýrslunni.“

Komment