
Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið fyrstu skóflustunguna að 133 nýjum íbúðum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu nýs borgarhluta þar sem áætlað er að allt að 20.000 íbúar setjist að þegar framkvæmdir verða fullkláraðar en uppbygging þessi fer fram í Höfðahverfi í Ártúnsholti.
Samkvæmt borginni eru nú þegar eru fimm reitir í byggingu og langt komnir, meðal annars við Eirhöfða, Stálhöfða, Breiðhöfða og Gjúkabryggju, þar sem rísa samtals 433 íbúðir, þar af 215 á vegum húsnæðisfélaga.
„Það er afar ánægjulegt að sjá Höfðann taka á sig mynd og þessi uppbygging er stórt skref í átt að því að skapa nýtt og lifandi borgarhverfi. Hér munu rísa þúsundir heimila, sem bjóða íbúum upp á framúrskarandi lífsgæði í nálægð við náttúru, þjónustu og störf," sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri við skóflustunguna.
Stefnt er að því að fyrstu íbúðirnar á svæðinu verða afhentar í sumar.
Komment