1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

5
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

6
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

7
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

8
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

9
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

10
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Til baka

Bíó Paradís meðal svölustu kvikmyndahúsa heims

Flottar túlkanir listamanna á veggjum kvikmyndahússins og svalur andyrissalur

Bíó Paradís
Bíó ParadísKvikmyndahúsið þykir ansi svalt.
Mynd: Aðsend

Kvikmyndatímaritið Variety birti á dögunum lista yfir 21 svölustu kvikmyndahús heims. Bíó Paradís komst á listann.

Greinarhöfundur Variety segir í umfjöllun sinni um Bíó Paradís að bíóið sé falið í nútímalegri byggingu og hafi látlaust ytra byrði. Þá segir þar einnig að Bíó Paradís sé einn fárra staða þar sem hægt er að sjá bæði listrænar kvikmyndir og erlendar meginstraumsmyndir.

Sérstaklega er minnst á kvikmyndaplakötin sem skreyta veggi kvikmyndahússins en þar er um að ræða túlkanir íslenskra listamanna á kvikmyndaplakötum.

Hér má sjá umfjöllunina í íslenskri þýðingu:

Falin í nútímalegri byggingu í hliðargötu í Reykjavík hefur Bíó Paradís látlaust ytra byrði, en það eru fjölmargir þættir sem gera hana að einu sérstökustu kvikmyndahúsi heims. Þó að bíóið sé aðeins 15 ára gamalt, hefur það þegar lifað af yfirvofandi lokun árið 2010 og stendur enn sterkt sem eina kvikmyndahúsið í miðborg Reykjavíkur og einn fárra staða á Íslandi þar sem hægt er að sjá listrænar kvikmyndir (e. arthouse) og erlendar meginstraums myndir.

Anddyrið er alsett frumlegum túlkunum á kvikmyndaplöktum eftir íslenska listamenn — allt frá The Shining til Enter the Dragon og The Omen fær sína eigin listrænu útfærslu. Svalur anddyrissalurinn, með bar á staðnum, er einnig í boði til leigu — síðdegis á sunnudegi var þar til dæmis í gangi barnaafmæli með blöðrum og köku.

Þetta sjálfseignarrekna kvikmyndahús er í eigu kvikmynda- og fagfélaga landsins og starfar einnig sem kvikmyndadreifingaraðili.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Віка-Рощина
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður