
Eldur kviknaði skyndilega í bifreið sem ekið var eftir Nesjavallavegi til móts við Lyklafell rétt í þessu.
Að sögn eigandans á vettvangi var hann við akstur þegar eldurinn braust skyndilega út. Hann ók við svo búið út af veginum til að færa hann frá akveginum.
Bifreiðin er af tegundinni Volvo og er um jarðefnaeldsneytisbíl að ræða. Sprengingar urðu í bifreiðinni eftir að eldurinn braust út, en eigandinn var kominn úr bílnum.
Slökkviliðið kom á svæðið og réði niðurlögum eldsins um klukkan 14.20 í dag.

Við eldsupptökMyndin er tekin fyrir komu slökkviliðisins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment