1
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

2
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

3
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

4
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

5
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

6
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

7
Pólitík

Borgarstjóri lofar framúrskarandi lífsgæðum

8
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

10
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Til baka

Baldur varar við: Bandaríkin munu vilja ráða Íslandi

Pútín og Trump koma á 19. aldar stórveldispólitík.

Baldur Þórhallsson
Baldur ÞórhallssonSegir nýjan veruleika stórvelda vera að taka við.

„Það er líklega eingöngu tímaspursmál hvenær bandarískir ráðamenn munu tala um mikilvægi þess að þeir ráði yfir Íslandi,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, í viðvörunarorðum á Facebook.

Hann segir að Trump-stjórnin „reki afdráttarlausa útþenslustefnu“ og að ríki í Norður- og Mið-Ameríku velji á milli þess að vera hluti Bandaríkjanna eða leppríki þeirra. Þá muni koma að Íslandi.

„Trump og Pútín færast sífellt nær 19. aldar stórveldispólitík sem felst í því að skipta heiminum á milli stórvelda. Kína er ekki fráhverft þessari stefnu. Þeir hafa þegar lagt til hvernig Úkraína eigi að skiptast á milli þeirra. Georgía er orðin leppríki Rússlands. Bandaríkin munu á næstunni ekki gera athugasemd við útþenslustefnu Pútín í hans næsta nágrenni. Rússland gerir enga athugasemd við að Grænland, Panama og Kanada tilheyri áhrifasvæði Bandaríkjanna og verði gerð að leppríkjum. Það sama mun eiga við um Ísland,“ segir Baldur.

Í vikunni hélt Vladimir Pútín Rússlandsforseti erindi um sögulegt tilkall Bandaríkjanna til Grænlands og Ísland á 19. öldinni.

„Stóra spurning núna er hvort að nýir valdhafar í Washington muni krefjast þess að Ísland snúi sér alfarið að Bandaríkjunum og láti allar hugmyndir um nánari varnar- og efnahagssamvinnu og viðskipti við önnur Evrópuríki lönd og leið,“ bætir Baldur við.

Hann telur líkur á því að Bandaríkin beiti sér gegn mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nýir valdhafar telja að Evrópusambandið vinni gegn hagsmunum Bandaríkjanna og að Grænland eigi að tilheyra Bandaríkjnum. Í ljósi þessa kæmi ekki á óvart að bandarísk stjórnvöld beittu sér gegn því að Íslandi tæki aftur upp aðildarviðræðurnar við ESB.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Bubbi
Fólk

Bubbi leggur línurnar fyrir fullkominn dag

Jón Óttar Ólafsson
Nærmynd
Innlent

Njósnari Björgólfs fékk 135 milljónir frá Samherja

AFP__20250326__2207021450__v1__HighRes__UnitedNationsSecurityCouncilMeetsOnWarInUkra
Heimur

Danmörk og Noregur lýsa yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsiskerfið er sprungið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Þorgerður Katrín segir Rússa helstu ógnina

refaveira
Landið

Hundasogslús líklega greind í íslenskum refi í fyrsta sinn

EldsvoðiIndland
Heimur

15 látnir eftir eldsvoða á hóteli

Lögreglan, ljós
Innlent

Lestrarhestur með vesen á bókasafni