
Austurríski keppandinn JJ með lagið Wasted Love, er sigurvegari Eurovision í kvöld, en Ísrael varð í öðru sæti.
Eftir að niðurstöður dómnefndar lágu fyrir var Ísraelska lagið aðeins í 15. sæti með 60 stig.
Ísraelski keppandinn Yuval Raphael, söng lagið New Day Will Rise, og var þátttaka hennar afar umdeild vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Hún fékk hins vegar langflest atkvæði í símakosningu, eða 297. Höfðu alþjóðasamtök síonista meðal annars hvatt heimsbyggðina til að veita Ísrael atkvæði sitt, eins og Mannlíf fjallaði um.
Þrír breskir mótmælendur voru handteknir á svæðinu og til einhverra átaka kom á götum úti í Basel í Sviss, þar sem keppnin var haldin.
Svíar urðu fyrir miklum vonbrigðum með 321 stig, en fulltrúm þeirra, KAJ, hafði verið spáð sigri með laginu Bara Bada Bastu um sánuferðir.
Ísland, með Róa, lagi VÆB-bræðra, fékk engin atkvæði frá dómnefnd og endaði í næst neðsta sæti á undan San Marino.
Austurríski keppandinn flutti kraftmikla ballöðu, en raddsvið hans spannar kontra-tenór til sópran.

Komment