
Mynd: Shutterstock
Annar maður er látinn eftir brunann á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni lést maður af sárum sínum á Landspítalanum fyrr í dag en hann var einn þeirra þriggja sem slösuðust í brunanum í gær. Einn þeirra lést í gær eins og áður hefur komið fram en sá þriðji sem var í íbúðinni, liggur nú inni á Landspítala en er ekki í lífshættu.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglunnar, en ekki er hægt að veita frekari upplýsinga að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment