
Tilkynnt var um alvarlegt umferðaslys á vegi 76, sunnan Hofsós við Grafará en lögreglegan á Norðurlandi vestra greinir frá því í tilkynningu
Í henni segir að vettvangsaðilar séu að vinna á vettvangi og fréttatilkynning verði send út síðar af hálfu lögreglu.
Þá segir lögreglan að engar frekar frengir verði veittar að svo stöddu.
UPPFÆRT
„Tilkynnt var um alvarlegt umferðaslys kl. 20.32 í kvöld á Siglufjarðarvegi, við Grafará, sunnan Hofsós.
Bifreið lenti utan vegar, ökumaður hennar og 3 farþegar slösuðust. Allir aðilar hafa verið fluttir af vettvangi, m.a. með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar. Líðan þeirra er eftir atvikum.
Þá var óskað eftir aðkomu áfallateymis RKÍ og bakvakt barnaverndar í Skagafirði var upplýst um málið en talsvert var af ungmennum á vettvangi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Komment