1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

3
Innlent

Lögreglan kannast ekki við hópnauðgun hælisleitenda á 16 ára stúlku

4
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

5
Minning

Ólafur Gísli Hilmarsson er fallinn frá

6
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

7
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

8
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

9
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

10
Fólk

Umdeildur handritshöfundur ákærður fyrir áreitni

Til baka

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Alvarleg staða frelsissviptra einstaklinga

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu
Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu

Afstöðu hafa borist upplýsingar um að tugir einstaklinga sem bíða brottvísunar frá Íslandi séu vistaðir jafnvel vikum saman í fangageymslum lögreglu við óviðunandi aðstæður. Þar eru þeir oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað „belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist.

Þessir einstaklingar hafa ekki framið refsiverð brot, en eru engu að síður vistaðir undir aðstæðum sem brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um mannréttindi.

Það vekur sérstaka athygli Afstöðu að íslenskir dómarar hafa ítrekað úrskurðað um slíka vistun án þess að metið sé hvort vægari úrræði geti komið að notum. Með því bera dómarar, lögum samkvæmt, ábyrgð á þeirri vanvirðandi meðferð sem þeir sæta. 

Afstaða krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar um varnir gegn pyndingum og vanvirðandi meðferð - og að dómskerfið standi um þær vörð!

Það er hægt að framfylgja lögum án þess að brjóta á grundvallarmannréttindum og pynta saklaust fólk!

Fjöldi einstaklinga, sem hafa ekki framið nein refsiverð brot eða fengið dóma, eru vistaðir daga og vikum saman í gluggalausum fangageymslum lögreglu. Þar búa þeir við aðstæður sem brjóta í bága við alþjóðleg mannréttindasáttmála – án reglulegrar útivistar, án svefnfriðs og án mannúðlegrar meðferðar og leiddir um í beltajárnum. Hér erum við að tala um fangageymslu lögreglu en ekki fangaklefa í fangelsi en það er tvennt ólíkt.

Það má árétta að hér er ekki verið að taka afstöðu til þess hverjir eiga rétt á dvalarleyfi eða vernd hér á landi. Við störfum á mannréttindagrundvelli – ekki út frá pólitískum sjónarmiðum.

Einu skilaboðin eru þessi:

Allir sem eru sviptir frelsi sínu – sama hver staða þeirra er – eiga rétt á mannúðlegri og virðulegri meðferð.

Við teljum mikilvægt að vekja athygli á ábyrgð dómstóla í þessum málum. En það er sorglegt að horfa upp á íslenska dómara taka þátt í skipulögðum pyntingum. Þeir eiga að hafa eftirlit með þessu!

Við köllum eftir úrbótum sem tryggja að Ísland standi við þær skuldbindingar sem þjóðin hefur sjálf undirgengist á sviði mannréttinda.

Við stöndum vörð um mannhelgi allra.

Við stöndum með réttlæti.

#Afstaða #Mannréttindi #Frelsissvipting #Mannúð #Réttlæti

Höfundur er formaður Afstöðu

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar

bátaslys florida
Myndband
Heimur

Banvænt bátaslys í Flórída

Þingholtin Reykjavík
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán